Varða

Hönnunarstaðall

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

varda-stakt-hvitt

Hugmyndafræði

Varða er heiti sem byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðarkerfi. 


Hönnun merkisins byggir á sömu grunnstoðum og vörðurnar sjálfar. Það táknar jafnvægi á milli náttúrunnar og þess manngerða, arfleifð og mikilvægi þess að vera hluti af einni heild. 

H

Áhersla var lögð á að merkið endurspeglaði sögu og sérstöðu þeirra ólíku merkisstaða á Íslandi, sem geta með tíð og tíma orðið Vörður. Úr varð einstakt merki sem er í senn tímalaust, táknrænt og íslenskt.


Merkið sýnir í grunninn form vörðu og táknar jafnvægi náttúru og mannvirkja, með vísun í íslenska arfleifð og mynstur. Hver varða er sjálfstæð, en jafnframt hluti af heild, sem varðar leið að áfangastað.

01 Merki

Merki                    Letur                    Litir                    Heiðursmerki                    Orðanotkun

Aðalmerki

Merkið er hér sett fram ásamt heitinu Varða. Til útskýringar fylgir enskur texti og heiti landsins. Þannig er merkið í flestum tilvikum sett fram.

Varða — íslenskur texti

Íslensk útgáfa, með vísun til „merkisstaða“ er notuð þegar markaðsefni eða framsetning krefst 

þess að allur texti sé á íslensku.

Varða — staðarheiti

Þegar nafn tiltekinnar Vörðu er haft með merki færist heitið „Varða“ niður um eina línu, nafn staðarins kemur efst, en vísun til Íslands er sleppt í þessum tilvikum.

varda-ens
varda-isl
varda-stadur
Sækja merki

Loft í kringum merki

Þess skal gæta að vel lofti um merkið. Alltaf skal hafa pláss á alla kanta sem nemur hæð eins steins úr Vörðunni.

varda-svaedi

Merkið á litafleti

Nota skal merkið í skilgreindum lit þess 

á ljósum fleti, en hvítt ef það er á dökkum fleti eða á myndum.


posneg-merki

Ekki má breyta merki

Í undantekningartilfellum má slíta myndmerkið frá letri. Í þeim tilfellum 

þarf að vera augljóst að um tvö 

„element“ sé að ræða. Þetta skal gert 

í samráði við fagaðila.



ekkima

02 Letur

 Merki                    Letur                    Litir                    Heiðursmerki                    Orðanotkun

Leturgerð

Letrið Approach er notað í allt efni fyrir Vörðu. Letrið er stílhreint, skýrt og læsilegt — jafnt á prenti sem og 

í stafrænum miðlum. Það kemur 

í 8 þykktum og sem skáletur.


Sækja letur
letur-approach

03 Litir

Merki                    Letur                    Litir                    Heiðursmerki                    Orðanotkun

Litir

Velja skal viðeigandi litakerfi fyrir hvert verkefni. 


RGB litakerfið er notað fyrir alla skjámiðla og stafræna vinnslu. 


CMYK liti skal nota fyrir prentmiðla. 


PANTONE litir eru notaðir í sérhæfða prentun.

Svarblár

  • HEX #1F2B36

  • RGB 31, 43, 54

  • CMYK 73, 45, 24, 66

  • PMS 7546

Ljósblár

  • HEX #9BB3C5

  • RGB 155, 179, 197

  • CMYK 42, 7, 8, 8

  • PMS 550

Blágrár

  • HEX #5E7F8F

  • RGB 94, 127, 143

  • CMYK 56, 9, 9, 21

  • PMS 7696

Rauður

  • HEX #B02812

  • RGB 176, 40, 18

  • CMYK 0, 93, 95, 2

  • PMS 7626

Tónaðir litir

Leyfilegt er að tóna litina til notkunar 

í efni fyrir Vörðu.

tonadir-litir

Dæmi um litanotkun

Áhersluliturinn er eingöngu notaður í litlu magni og til að leggja áherslu á eitthvað afmarkað. Liturinn er aldrei notaður í stórum flötum eða sem bakgrunnslitur.

litanotkun

Hvaðan koma litirnir?

Algengast er að „grjót“ hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti. Aðal- og aukalitirnar sækja í þennan heim.


Áhersluliturinn sækir í rautt grjót Íslands.

grjot-litir

04 Heiðursmerki

Merki                    Letur                    Litir                    Heiðursmerki                    Orðnaotkun

Heiðursmerki

Staðir sem eru Vörður mega nýta sér sérstakt heiðursmerki, sem er sýnilegt fyrir gesti. Þetta merki er ekki ætlað til notkunar utan svæðisins.



heidursmerki
heidursmerki-2

Heiðursmerki sem skjöldur

Vörður geta fengið heiðursmerkið sem skjöld, sem greyptur er í stétt eða göngustíg. 


Myndin hér til hliðar er dæmi um skjöld, en ekki endanleg útfærsla á hönnun skjaldarins.

skjoldur-vegg-2

Eins geta Vörður fengið skjöld sem festur er á vegg, sem sýnilegur er gestum.


Myndin hér til hliðar er dæmi um skjöld, en ekki endanleg útfærsla á hönnun skjaldarins.

skjoldur-vegg-100

Heiðursmerki á fatnaði

Leyfilegt er að nota merkið á fatnaði starfsfólks.

utsaumur-100
utsaumur-emblem-100

05 Orðanotkun

Merki                    Letur                    Litir                    Heiðursmerki                    Orðnaotkun

Orðanotkun


Þeir staðir sem hljóta nafnbótina Varða, eru kallaðir Vörður og er þá orðið „Varða“ ritað með hástaf í öllum föllum. Þetta gildir líka þegar rætt er um fleiri en eina Vörðu.


Hugtakið „merkisstaðir Íslands“ er ritað á íslenska útgáfu merkisins og eins á heiðursmerki. Við tölum þó fremur um Vörður en merkisstaði, nema til útskýr- ingar á eðli staðanna — og þá í stað langra orða eins og „fyrirmyndar- áfangastaður“ eða „fyrirmyndarstaður“. 

Orðið „merkisstaðir“ er ekki sérnafn og því ekki ritað með hástaf í texta. Talað er um Vörðu sem stakt heiti, en ekki „staðinn Vörðu“, „Vörðustaði“ eða „verkefnið Vörðu“.


Dæmi: 

Vörður eru merkisstaðir á Íslandi, sem eru vel þekktir fyrir táknrænt gildi í formi náttúru, menningararfleifðar eða annars aðdráttarafls, sem gera þá einstaka.

Skilmálar

Lögð hefur verið inn umsókn um skráningu vörumerkisins Varða. Eingöngu þeir staðir sem eru 

Vörður mega nota vörumerkið, samkvæmt samningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 


Nánari upplýsingar veitir anr@anr.is.